top of page

Vefsíða Samskiptaboðorðanna er helguð samskiptum, samskiptaháttum, tengslamyndun og áhrifum þeirra á tilveru okkar allra. Því flest eigum við í allskonar samskiptum á hverjum degi, alla ævi. Samskiptin geta til dæmis verið áreynslulítil, þægileg, gefandi, nærandi, eflandi, niðurbrjótandi, meiðandi, erfið, slítandi, krefjandi, óútreiknanleg, fyrirsjáanleg, þakklát og ástrík. En hvernig sem þau eru hafa þau áhrif á líf okkar, líðan, framkomu og jafnvel farsæld. Samskipti koma okkur öllum við.


Markmiðið með síðunni er að skapa lifandi vettvang umræðna um samskipti og samskiptahætti og efla þekkingu almennings á nærandi og eflandi samskiptum. 


Bakland Samskiptaboðorðanna:

Höfundur Samskiptaboðorðanna er Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, kennari í Bataskólanum og rithöfundur. Aðalbjörg býr í Laugarneshverfi í Reykjavík ásamt eiginmanni og fimm börnum sem eru fædd á árunum 1992–2001. Einnig á hún fósturdóttur sem er fædd árið1986 og þrjú barnabörn.Hönnuður Samskiptaboðorðanna og vefsíðunnar er Alexandra Buhl grafískur hönnuður.

bottom of page