

Samskiptaboðorðin í „Okkar á milli“
Brian Ferry March 2012
24. april 2012 | 9:05
Umsjón: Steinunn Harðardóttir.
Rannsóknir leiða í ljós að foreldrar og aðrir sem standa börnum og unglingum næst eru þeir aðilar sem leggja grunninn að samskiptafærni þeirra.Til að leggja sitt lóð á vogarskálina hefur Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur upp 6 einföld samskiptaboðorð.

Samskiptaboðorðin hjá Embætti Landlæknis
Carol Simons March 2012
20. júní 2012
Samskiptaboðorðin voru tekin saman af Aðalbjörgu Helgadóttur, hjúkrunarfræðingi, til þess að leiðbeina foreldrum og öðrum umönnunaraðilum í samskiptum sínum við börn.


Tímarit hjúkrunarfræðinga
Carol Simons March 2012
júní 2012
Ekki er hægt að stunda hjúkrun án þess að eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti við skjólstæðingana. Í hjúkrunarnáminu hugsaði Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir mikið um þetta.
Hún lét verkin tala og bjó til sex boðorð um samskipti við börn en þau eiga reyndar alltaf við.

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Carol Simons March 2012
mars 2012
Mannvirðing Kanntu að umgangast börn af virðingu, einlægni, hluttekningu, umhyggju
og í trúnaði? Samskiptaboðorðin sex gefa þér gott veganesti.
Samskiptaboðorðin:
Börn í samfélagi okkar eiga að koma okkur við
Susan Smith March 2012
02. april 2012
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur hefur þróað og gefið út Samskiptaboðorðin sem er ætlað að efla þekkingu allra fullorðinna sem umgangast börn á eðli uppbyggjandi og nærandi samskipta við þau.

Samskipti við börnCarol Simons March 2012
3. september 2012
Að vera í samskiptum við börn er ábyrgðarmikið hlutverk. Hvort sem við erum foreldrar, ömmur, afar, ættingjar, starfsfólk skóla eða leikskóla, starfsfólk í verslunum, starfsfólk íþrótta- og æskulýðsfélaga, heilbrigðisstarfsfólk eða annað samferðafólk barna í lífinu, eigum við eitt sameiginlegt: Athafnir okkar, framkoma og samskipti hafa fordæmisgildi fyrir börnin.


Samskiptaboðorðin í "Samfélaginu í nærmynd"Carol Simons March 2012
5. september 2012
Horfa- með blíðlegu augnsambandi, heilsa - einbeittu þér að barninu og brostu með augunum, hlusta á - og túlka skilaboðin sem barnið sendir, hljóma- talaðu með hlýlegum tón, hrósa - fyrir jákvæða hegðun og framkomu, hjálpa - vertu til staðar þegar barnið þitt þarfnast þess.

Samskiptaboðorðin í "Síðdegisútvarpinu"Carol Simons March 2012
4. september 2012
Góð og vond samskipti: Aðalbjörg i viðtali við Guðfinn Sigurvinsson og Lindu Blöndal.

Samskiptaboðorðin í DVCarol Simons March 2012
5. september 2012
Horfa- heilsa - hlusta á - hljóma - hrósa - hjálpa. Samskipti eru grundvöllur tengsla.

Fræðslufyrirlestur Samskiptaboðorðanna Carol Simons March 2012
3. október 2012
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skólahjúkrunarfræðingur, móðir og Laugarnesbúi heldur fræðslufyrirlestur um uppbyggileg samskipti fullorðinna og barna með Samskiptaboðorðin að leiðarljósi, sem hún bjó til og gaf út fyrr á þessu ári.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Safnaðarheimili Laugarneskirkju miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 20:00-21:00.
Heitt á könnunni - aðgangur ókeypis - allir velkomnir!

Samskiptaboðorðin á ráðstefnu Kvenna- og barnasviðs Landspítala Carol Simons March 2012
12. október 2012
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir heldur erindi um Samskiptaboðorðin ráðstefnu Kvenna- og barnasviðs Landspítala "Fjölskyldan og barnið" í Hörpu, þann 12. október 2012 kl.10:00-10:20.
Þar mun m.a. koma fram að við höfum öll tækifæri til leggja grunn að betra samfélagi.

Samskiptaboðorðin á Foreldradeginum 2012Carol Simons March 2012
15. nóvember 2012
Foreldradagurinn er málþing fyrir foreldra. Markmiðið er að veita hagnýtar upplýsingar um uppeldi og foreldrahlutverkið. Þemað í ár er samskipti í víðu samhengi. Málefni sem á erindi við alla foreldra, til dæmis samskipti foreldra og barna, samskipti fjölskyldna við skóla og rafræn samskipti. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir heldur erindið "Samskiptaboðorðin - foreldrar til fyrirmyndar".
